Viðburður

Spilakvöld og Pöbbkviss

Hefurðu ekkert að gera næsta föstudagskvöld? Langar þig að kynnast betur fólkinu í Nörd? Engar áhyggjur því við munum hafa smá spilakvöld og pöbbkviss á föstudaginn frá kl 17:00-20:00! Spilakvöldið verður staðsett í Ödu stofunni í Grósku (3. hæð) og þar verður pláss fyrir 30 manns. Það verða ýmis spil og skemmtilegt kviss í boði þannig ekki hika við að skrá þig!

Það verða nokkur borðspil í boði á staðnum en ef þið eruð með einhver geggjuð borðspil þá megið þið endilega mæta með þau ef þið viljið!

Eftir spilakvöldið ætlum við síðan að rölta yfir á Stúdentakjallarann, kíkja í nokkra drykki og jafnvel halda áfram spileríi!

ATH. Viðburðurinn verður áfengislaus

Ada, Gróska
Föstudag 30. Ág - 17:00 til 20:00
Skráningu lokið
Skráðir: 18 af 30
Til að skrá sig á viðburð þarftu að
skrá þig inn