Fréttir & Viðburðir

Vísó

Riff

Halló, hæ! 👋

Riff er að bjóða okkur á vísó og það er bókstaflega steinsnar frá heimaleik námsins. Hver nennir ekki kvöldi með myndum sem snúast um ást, sorg, reiði og auðvitað smá drama? 🎬❤️‍🔥

Sætin eru frekar takmörkuð, þannig að ef þig langar að pregame-a almennilega fyrir fössaran, þá er þetta klárlega rétti staðurinn til að byrja kvöldið. 🍻✨

Háskólabíó
Fimmtudag 18. Sep - 19:00 til 21:00
Skráningu lokið
Skráðir: 5 af 20
Sjá viðburð

Vísó

Júní

Tvö vísó á sama dag, hvað á maður að velja...

Þá tilkynnum við enga aðra en Júní til leiks.

Við erum að fara að kíkja á þetta og það verður algjört must að mæta, Júní eru með rosalega flotta hluti í gangi í hugbúnaði, app og framendaforritun og ætla að sýna okkur hvernig þau vinna með tæknina. 💻✨

Þetta verður frábær stemning, fullt af nördalegu spjalli, nýjum hugmyndum og tækifæri til að hitta fólk sem deilir sama áhuga. 🌐⚡️

Ef þú vilt ekki missa af geggjuðu vísó-i þá sérðu okkur í Bolholti 8, 19. september kl. 17:00 🙌🎉

Bolholt 8
Föstudag 19. Sep - 17:00 til 19:00
Skráning opin
Skráðir: 17 af 30
Sjá viðburð

Vísó

Orkuveitan

Þá er komið að því... Orkuveitu Vísó

Við ætlum að hita stemninguna upp með krafti sem myndi nægja til að lýsa upp allan Rafstöðvarveginn. Kveikjum á gleðinni, tengjum okkur saman og hlöðum batteríin fyrir frábæra haustönn! 🔋🎉

Rafstöðvarvegur 6 -14
Föstudag 19. Sep - 16:30 til 19:00
Skráning opin
Skráðir: 16 af 40
Sjá viðburð

Vísó

Deloitte

🔥 Fyrsta vísó annarinnar er hér og það er Deloitte sem tekur á móti okkur! 🍹🎉 Þetta er gullið tækifæri til að kynnast hvernig það er að vinna hjá einu flottasta ráðgjafarfyrirtæki landsins, spjalla við starfsfólk og njóta drykkja í góðum félagsskap ✨👥 Við byrjum önnina með stæl og þetta er vísó sem þú vilt EKKI missa af 🚀💯

Dalvegur 30, 201 Kópavogur. 5ta hæð
Fimmtudag 11. Sep - 16:30 til 19:00
Skráningu lokið
Skráðir: 20 af 30
Sjá viðburð

Viðburður

Game Hacking

Hefur þú áhuga á því að hakka þá er þetta einmitt rétti viðburðurinn fyrir þig.

Þessi viðburður felur það í sér að hakka tölvuleiki, það verður glærukynning sem fer aðeins í það hvernig maður hakkar tölvuleiki og svo verður farið í það að hakka tölvuleiki.

Þetta er bæði fyrir lengra komna og byrjendur þannig að endilega skráið ykkur.

Þriðja hæð Grósku í stofunni - Ada
Fimmtudag 4. Sep - 17:00 til 19:00
Skráningu lokið
Skráðir: 2 af 30
Sjá viðburð

Viðburður

Október fest fyrirparty‼️🗣️

Þarf ekki að peppa liðið aðeins fyrir dag nr. 2 af the one... the only... Október fest🦅🦅🦅

Mæli með að mæta þá í fyrirparty Nörds til að koma ykkur í gírinn, Þetta verður veisla, þetta verður party, þetta verður drykkja‼️

Við mælum samt einnig með að koma með ykkar eigin drykki þar sem það verður takmarkað áfengi í boði.

Einnig ef þið hafið vini sem eru ekki í Nörd en eru að fara á okt fest þá er tilvalið að bjóða þeim með.

Peppum okkur í gang fyrir Palla party-i og Gusgus veislu. Sjáumst á föstudaginn kl 17:30✅✅

Eiríksbúð/Sæmundargata 21
Föstudag 5. Sep - 17:30 til 20:00
Skráningu lokið
Skráðir: 1 af 100
Sjá viðburð

Viðburður

Nýnemadjamm Von

Grótta
Föstudag 29. Ág - 21:00 til 12:00
Skráningu lokið
Skráðir: 1 af 120
Sjá viðburð

Viðburður

Útilega Nörd 2025! 🎉

3.600 kr. 2 nætur eða 1.800 kr. 1 nótt

Tjaldsvæði Grundarfjarðar
Fös 4. Júl til Sun 6. Júl
Skráningu lokið
Skráðir: 7 af 250
Sjá viðburð

Vísó

Origo X Syndis VÍSÓ

Síðasta vísó annarinnar!!!

Borgartún 37
Föstudag 11. Apr - 17:00 til 19:00
Skráningu lokið
Skráðir: 25 af 70
Sjá viðburð

Vísó

Félag Tölvunarfræðinga

Kynning Félag Tölvunarfræðinga / Stéttarfélag Tölvunarfræðinga - Vinnumarkaðurinn framundan.

Athugið að 3. ár fær forgang í þetta vísó.

Engjateigur 9
Fimmtudag 3. Apr - 17:00 til 19:00
Skráningu lokið
Skráðir: 5 af 25
Sjá viðburð