Viðburður

Aðalfundur Nörd og Ödu!!!

Þá er komið að MIKILVÆGASTA viðburði ársins! Aðalfundur Nörd og Ödu!

Á aðalfundinum verður kosið um næstu stjórnir beggja nemendafélaga. Það verður frítt inn og viðburðurinn er opinn öllum í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði, en einungis meðlimir Nörd og Ödu hafa kosningarétt 🗳️

Nóg verður af áfengi, pizzum og skemmtiatriðum, þar á meðal:

Aðalfundarmyndband 🎬

Pub quiz 🧠

Keppnir 🏁

Möguleiki á að vinna frítt merch 🤑

Leyniatriði 🫣

Ari og Sunna að rappa? 🎤

Og fleira! 🤫

Hefur þú áhuga á að sitja í stjórn Nörd? Ef svo er, hvetjum við þig eindregið til að bjóða þig fram! Þetta er frábært tækifæri til að taka þátt í félagslífi Nörd og galið gott flex á ferilskrána 🔥

Minnum líka á að samkvæmt lögum Nörd fá stjórnarmeðlimir fría aðgöngu inn í Nörd og miðstjórn borgar einungis helming! 😉

Hægt er að skrá sig í framboð hér: https://forms.gle/tqdN26dQoqdijFi46

Einnig verður kosið um lagabreytingatillögur á aðalfundinum, þannig endilega gerið pull request á þetta repo ef þið eruð með einhverjar uppástungur: https://github.com/NORDhi/nord-log/

Sæmundargata 21
Föstudag 28. Mar - 18:15 til 23:00
Engin skráning