Viðburður

Óvissuferð Nörd 2025

🚨FOMO-alert🚨

Er lífið þitt of fyrirsjáanlegt? Ertu þreytt/ur á að vita alltaf 100p hvað er í gangi? 🤔

Þá erum við í stjórninni með lausnina fyrir þig, því þann 28.mars verður haldið í hina allra fyrstu Óvissuferð Nörd 🚀🎲🔮🎭

Dagurinn hefst með mætingu kl. 12:45 fyrir utan Tæknigarð, þar sem okkur bíður engin venjuleg rúta, heldur 🪩PARTYBUS🪩 (já þú last það rétt). Rútan er sannkallaður skemmtistaður á hjólum og verður skreytt að innan með laser & led ljós, reykvél, hljóðkerfi, disco kúlu og bar fyrir aaalvöru djamm! 🎉💃🕺🪇🍻🚐

Svo höldum við í sannkallað ævintýraferðalag um Höfuðborgarsvæðið, þar sem þitt gisk er jafn gilt og mitt um hvað dagurinn ber í skauti 🥴🤫

Dagskrá ferðarinnar lýkur kl. 18:00 og munum við í beinu framhaldi mæta saman á Aðalfund Nörd og Ödu í Eiríksbúð við Sæmundargötu 21, þar sem okkur bíða pizzur, meira áfengi, og stúúútfull skemmti- og kosningadagskrá 🍕🍺🕹️🦩

Við mælum með að mæta í léttum fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í 🤸, með sundföt+handklæði í töskunni 👙🩳 og aðeins fínni föt til skiptana 🤙

Þátttaka í óvissuferðinni kostar einungis 2.500kr, sem er algjört steal fyrir áfengi, spennandi leynidagskrá, og svo auðvitað að svala forvitninni 🤭

Skyldumæting fyrir alla sem eru FOMO-phobic!🚨

Skráning opnar á fimmtudaginn 20.mars kl. 13:37 og einungis 35 sæti í boði þannig mikilvægt að hafa hraðar hendur‼️🙌

Tæknigarður
Föstudag 28. Mar - 12:45 til 18:00
Skráningu lokið
Skráðir: 37 af 35
Til að skrá sig á viðburð þarftu að
skrá þig inn