Fréttir

Oktoberfest SHÍ 🍻

Þriðjudag 5. September 2023
Donna Cruz

Oktoberfest SHÍ 🍻

Októberfest SHÍ er þriggja daga skemmtun (bender fyrir þá sem eru extreme) sem er haldin á vegum SHÍ (Stúdentaráð Háskóla Íslands). Hátíðin stendur frá 7.sept til 9.sept og er haldin á malarbikinu fyrir framan Aðalbyggingu HÍ. Allskonar skemmtileg tónlistaratriði og fleiri skemmtilegir viðburðir á vegum SHÍ verða haldin þessa viku og við í Stjórn mælum eindregið að mæta á þá til að peppa ykkur upp fyrir helgi ársins.

Það er mikið á dagskrá þessa daga þannig við í Stjórn Nörd ætlum að einfalda þetta fyrir ykkur og segja ykkur frá því öllu sem er að gerast í þessari viku.

Núna er byrjað að afhenda armböndin og bjórkortin í byggingum háskólans. Það er hægt að sækja þau meðal annars á Háskólatorgi,….

ÞRIÐJUDAGUR 5.SEPTEMBER:

Tónlistaratriði á HT í hádeginu. Hver vill ekki borða næs mat og hlusta á LIVE tónlist?

Seinna í kvöld kl.18:30 verður trommusláttur

SMITTEN LAUGIN!

Mælum með að mæta snemma því í fyrra var PAKKAÐ (erum að tala um að fólk fór að taka sæti frá Háskólatorgi (no joke))

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/3EAZiakIx

MIÐVIKUDAGUR 6.SEPTEMBER:

Grænn nýnemadagur SHÍ (okey that’s hot)! Það verður skiptifatamarkaður í Bóksölunni, vegan matur á Hámu, tilboð á fjölnotakaffikortum og fleira vænt og grænt, ég ætla sko VÆNT að mæta í þetta GRÆNT partý

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/3R6b51RZr

Símapartí á Kjallaranum í hádeginu, uppistand og fleira til!

Dóri DNA verður með uppistand á Stúdó, veit ekki með ykkur en það er fátt betra að vera skúffaður með börger og hlæja eins og fáviti

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/5IFKDYUUe

Svo seinna um kvöldið verður KICK-OFF PARTÝ SHÍ, frír bjór, good vibes, þarf meira til að sannfæra þig?

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/KrfJ6JX8

FIMMTUDAGUR 7.SEPTEMBER: FYRSTI Í OKTÓBERFEST

The day has come! Fyrsti í Októberfest

Dagurinn byrjar vel með bóksölutónleikum í hádeginu á HT

Svo er auðvitað mikilvægt að hreyfa sig (svitna smá fyrir bjórinn) og skrá sig á Nýnemamót SHÍ. Mótið hefst kl.12:30 fyrir utan Aðalbyggingu kl.12:30 og keypt verður í “Skeifunni”.

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/6iAZQnSm1

Red bull og Appelsín í boði fyrir fyrstu þyrstu og ÞAÐ ERU VERÐLAUN FYRIR VINNINGSLIÐIÐ?!

Litill fugl sagði mér frá fyrirpartýi? OG FRÍR BJÓR WHAT THE FUCK SIGN ME UPP MEISTARI?!

Röskva mun halda fyrirpartý á Stúdó ásamt því að gefa haustblaðið sitt út. Veit ekki með ykkur en hot girls read and drink beer hihi! Það verður frír bjór fyrir fyrstu þyrstu þannig mætið snemma, fáið ykkur að borða og labbið svo á veislu ársins á malarbikinu

Hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/4P1mAzmvx

Kl.19 verður Bekkjarsöngur Símans á Hátíðarsvæðinu. ALLIR SYNGJA ÚR SÉR LUNGUN!

FÖSTUDAGUR 8.SEPTEMBER: ANNAR Í OKTÓBERFEST

Jæja vonandi eru þið ekki of þunn eftir daginn í gær (I sure am)!

Í dag munu samstarfsaðilar SHÍ koma í heimsókn á HT með fullt af næs stöffi!!

Það verður vísindaferð í Trackwell hjá Nörd en engar áhyggjur við tökum Strætóinn til baka og munu mæta á svæðið heit, sveitt og mögulega smá tipsy og til í tuskið!

LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER: ÞRIÐJI Í OKTÓBERFEST

Fjölskylduhátíð SHÍ mun hefjast kl.13 í íþróttahúsinu

Hlekkur á eventinn: https://fb.me/e/auidIcEel

Svo bara business as usual, mæta, djamma og lifa!

That's all folks!