Fréttir
Ráðstefna CCP og EVE Fanfest
Góðan dag,
CCP er að leita að sjálfboðaliðum fyrir ráðstefnu sem þeir eru að halda.
Ráðstefnan er 24. september og þyrftu sjálfboðaliðar að vera mætt klukkan 12 og geta gert ráð fyrir því að þetta sé búið kl. 18 með pásu á miðjum deginum.
Þetta er fyrsta ráðstefna CCP sem er ætlað að fjalla um hvernig stafrænir heimar (leikir eða annað umhverfi) verður byggt upp í framtíðinni og hvert er hlutverk bálkakeðja, sem slíkra, í slíkri uppbyggingu ásamt ýmsu í tengslum við félagsleg tengsl í netheimum.
Þeim vantar nokkra einstaklinka til þess að aðstoða á ráðstefnunni, með að raða stólum, og vera til handar fyrir tæknimennina á staðnum. Engar þekkingar er krafist og geta einstaklingar frá öllum námsárum tekið þátt.
Það verður fundur á Föstudeginum fyrir þá sem verða þarna þar sem farið verður yfir hvað á að gera og svo verður þeim einstaklingum boðið í sér "vísindaferð" til CCP.
Ef þú vilt vita meira endilega sendið mér skilaboð á Discord.
Hérna sækið þið um að fá að taka þátt:
https://forms.gle/TRurjjDpFYSFWkPt5
Einnig var okkur boðið að mæta á EVE Fanfest fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta, það var mikið fjör í fyrra og voru þeir með bás þar sem hægt var að spjalla við fólkið sem sér um ráðningar inn í CCP og fá tips og tricks um hvað er best að læra eða hvernig er hægt að sækja um og fá vinnu hjá þeim.
Fyrir þá sem vilja mæta á það þá er linkurinn til þess að sækja um miða inni á Discordinu okkar og á facebooksíðu þessa árs .
Dagskráin á EVE Fanfest er svo hérna:
https://www.eveonline.com/fanfest
kv. Stjórnin